SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Súsanna Svavarsdóttir

Súsanna Svavarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. október 1953.

Foreldrar hennar eru Svavar Færseth og Erna Sigurbergsdóttir. Hún ólst upp í Keflavík til 16 ára aldurs, fluttist þá til Reykjavíkur og hóf nám í Verslunarskóla Íslands. Hún bjó í Edinborg í Skotlandi og Oxford í Englandi árin 1972-1979 þar sem hún stundaði tveggja ára læknaritaranám. Hún starfaði sem læknaritari á Borgarspítalanum frá 1979 til 1982, ásamt því að ljúka stúdentsprófi utanskóla frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Síðan lá leiðin í Háskóla Íslands þar sem hún  lauk BA prófi í almennri bókmenntafræði. 

Í lok háskólanámsins hóf hún störf sem blaðamaður, fyrst á Þjóðviljanum, síðar á Morgunblaðinu þar sem hún starfaði sem umsjónarmaður menningarritstjórnar til 1995 og var einnig bókmennta- og leiklistargagnrýnandi blaðsins um árabil. Eftir það vann hún á ýmsum prentmiðlum, auk þess að vinna við þáttagerð bæði í útvarpi og sjónvarpi til 2008. Frá 2008 til 2016 starfaði hún að mestu við þýðingar hjá Flugstoðum (síðar Isavia) og hefur hún lokið MA prófi í þýðingafræði frá Háskóla Íslands.

Súsanna á þrjú börn, Kolbein Hólmar Stefánsson, Jennýju Láru Arnórsdóttur og Fanneyju Völu Arnórsdóttur. Hún er gift Gunnlaugi Guðmundssyni en börn hans eru Heimir og Elín. Saman eiga Súsanna og Gunnlaugur sjö barnabörn.


Ritaskrá

  • 2005  Dætur hafsins
  • 2001  Diddú
  • 2000  Hættuleg kona. Kuregej Alexandra Argunova
  • 1995  Skuggar vögguvísunnar
  • 1994  Smásaga í Tundur dufl – erótískar sögur
  • 1991  Í miðjum draumi
  • 1991  Gúmmíendur synda ekki – eiginkonur alkohólista segja frá

 

Þýðingar

  • 2019  Hryllingsögn, leikgerð Lindsey Price á þremur verkum eftir Edgar Allan Poe
  • 2018  Kassi eftir Lindsey Price
  • 2013  Blik eftir Phil Porter
  • 2006  Rauðhettuklúbburinn, táp og fjör eftir fimmtugt eftir Sue Ellen Cooper
  • 2000  Betri heimur. Hvernig öðlast má meiri hamingju og þroska hæfileika sína, eftir Dalai Lama
  • 1998  Ekki klúðra lífi þínu, kona, eftir Laura Schlesinger
  • 1997  Dóttir himnanna, eftir Amy Tan
  • 1996  Játningar Pushkins, eftir A. S. Pushkin

 

Tengt efni