SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Nína Tryggvadóttir

Nína, skírð Jónína, Tryggvadóttir fæddist á Seyðisfirði 16. mars árið 1913. Foreldrar hennar voru Gunndóra Benjamínsdóttir, húsmóðir, og Tryggvi Guðmundsson, kaupmaður og síðar gjaldkeri Áfengisverzlunar ríkisins í Reykjavík.

Að loknu námi í Kvennaskólanum í Reykjavík fór Nína að læra listmálun hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem árið 1933. Síðan hélt hún utan og nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík en lengst af bjó hún í New York. Nína giftist vísinda- og listamanninum Al Copley árið 1949 og eignuðust þau dótturina Unu Dóru Copley.

Nína er ein þekktasta listakona Íslendinga á síðastliðinni öld en er minna þekkt fyrir bækur sínar. Rík ástæða er þó til að telja hana meðal merkustu barnabókahöfunda á Íslandi.

Ásamt því að myndskreyta fjölda bóka orti hún ljóð og skrifaði barnabækur sem hún myndskreytti jafnan sjálf. Þá hefur verið haft eftir Unu Dóru, dóttur Nínu, að hún eigi nokkur handrit af óútgefnum barnasögum eftir Nínu og auk þess „týndust í kringum tíu bækur hjá útgefanda hér á landi.“

Nína lést 18. júní árið 1968.

 

Heimildir:

  • Árni Sæberg. (23. október 1994). Á djúpar rætur á Íslandi. Mbl.is. Slóðin er: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/160292/
  • Nína Tryggvadóttir. (16. mars 2015). Mbl.is. Slóðin er: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1546319/
  • Myndin er sótt á síðu Listasafns Íslands.  

Ritaskrá

  • 1982  Fimm ljóð
  • 1967  Skjóni
  • 1949  Stafirnir og klukkan
  • 1948  Fljúgandi fiskisaga
  • 1947  Kötturinn sem hvarf
  • 1946  Sagan af svörtu gimbur

 

Tengt efni