SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kamilla Einarsdóttir

Eva Kamilla Einarsdóttir er fædd 11. janúar 1979. Hún starfar sem bókavörður og er móðir þriggja dætra. Árið 2013 skrifaði hún hressilegan ritdóm í Sagnir, tímarit um söguleg efni, og hún birti sögu í Ástarsögum íslenskra kvenna (2017). Árið 2018 sendi hún frá sér skáldsöguna Kópavogskróniku (2018) sem fjallar ást í Kópavogi á gráglettinn hátt. Í viðtali í Morgunblaðinu, 12.11.2018, segir Kamilla um tilurð bókarinnar: 

„Ég hef verið að skrifa og segja sög­ur síðan ég man eft­ir mér en aldrei séð fyr­ir mér að gefa það út. Svo höfðu þeir hjá bóka­út­gáf­unni Bjarti/​Ver­öld sam­band og buðu mér í kaffi. Ég fór og sýndi þeim það sem ég var að gera þá, sem átti að vera nokk­urs kon­ar vega­hand­bók um Kópa­vog en endaði samt sem skáld­saga um böm­mer og að vera í ástarsorg í Smiðju­hverf­inu. Ég bjóst alltaf við að þeir myndu biðja mig um að hætta, en þeir voru alltaf bara svo hress­ir að nú er þetta bara komið í bók,“ seg­ir Kamilla.“

Kamilla er virk á samfélagsmiðlum, twitter-færslur hennar eru oft skáldlegur skemmtilestur:

Kamilla Einarsdóttir‏ @Kamillae Jan 16

Ástæða nr. 1187 fyrir því að ég meika stjörnumerkjatal: Í kynlífsáramótaspá á mbl í dag stendur að: "Mælt er með því að stein­geit­in horfi á Net­flix og góða grín­mynd". -Einmitt, hvers vegna að eltast við fullnægingar þegar heimurinn er fullur af Adam Sandlers myndum?

Ritdómur í Víðsjá

Mynd: af twitter


Ritaskrá

  • 2021 Tilfinningar eru fyrir aumingja
  • 2018 Kópavogskrónika. Til dóttur minnar með ást og steiktum
  • 2017 Læsi í Burkina Faso og aðrar aðferðir til að taka einhvern á löpp. Ástarsögur íslenskra kvenna, frásagnir úr raunveruleikanum

Tengt efni