SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðlaug Benediktsdóttir

Guðlaug (1903-1995) var fædd í Lóni A-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Jónsdóttir og séra Benedikt Eyjólfsson. Þau fluttust að Bjarnarnesi í Nesjum árið 1906. Séra Benedikt dó fimmtugur að aldri frá börnunum ungum. Kristín giftist seinni manni sínum, Stefáni Jónssyni bónda á Hlíð í Lóni, árið 1914 og fluttist til hans með barnahópinn, sem Stefán gekk í föðurstað. Á Hlíð átti Guðlaug heimili sitt til ársins 1937, en þá fluttist hún að Hraunkoti í sömu sveit til  bróður síns og konu hans og gekk þar að almennum sveitastörfum. Sagt var um hana að hún hefði dulræna hæfileika. Síðustu árin átti hún við heilsubrest að stríða og naut umönnunar á dvalarheimili aldraðra á Höfn í Hornafirði.

Guðlaug skrifaði sjö bækur og nokkrar smásögur sem birtust í tímaritum og voru lesnar í útvarp. Eina bók skrifaði hún undir dulnefninu Freygerður á Felli.

Meðal sagna sem birst hafa eftir Guðlaugu: 

Þegar neyðin er stærst (19. júní 1952)

Laus við fjötra (Embla 1949)

Konan á stakkstæðinu (Eimreiðin 1949)


Ritaskrá

  • 1969 Skjólstæðingar, dulrænar frásagnir
  • 1960 Átök
  • 1948 Á sjúkrahúsinu (Freygerður á Felli)
  • 1939 Einstæðingar II
  • 1938 Einstæðingar I
  • Sérðu það sem jeg sje?
  • 1930 Heimur sálarinnar
  •