SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Gerður Kristný

Gerður Kristný (Guðjónsdóttir) fæddist í Reykjavík 10. júní 1970.

Hún ólst upp í Háaleitishverfinu, gekk í Álftamýrarskóla og fór síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún lauk B.A. prófi í frönsku með almenna bókmenntafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Lokaritgerðin fjallaði um fegurðina í Les fleurs du mal eftir franska skáldið Baudelaire. Veturinn 1992-1993 stundaði Gerður Kristný nám í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands og starfsþjálfun hjá sjónvarpsstöð Danmarks Radio fylgdi í kjölfarið. Hún var ritstjóri tímaritsins Mannlífs á árunum 1998 til 2004 en er nú rithöfundur í fullu starfi.

Gerður Kristný skrifar jöfnum höndum verk fyrir börn og fullorðna og hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð og leikrit auk annars efnis. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.

Ljóð og smásögur Gerðar Kristnýjar hafa birst í kennslubókum fyrir grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem ljóð hennar og smásögur eru í ýmsum safnritum og tímaritum, íslenskum sem erlendum. Bækur Gerðar Kristnýjar hafa  komið út víða um heim.

Gerður Kristný býr í Reykjavík með eiginmanni sínum og tveimur sonum.


Ritaskrá

  • 2022  Urta
  • 2021  Jólaboð
  • 2021  Meira pönk - meiri hamingja
  • 2020  Iðunn og afi pönk
  • 2019  Heimskaut
  • 2018  Sálumessa
  • 2017  Smartís
  • 2016  Hestvík
  • 2014  Drápa
  • 2012  Strandir
  • 2011  Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf
  • 2010  Blóðhófnir
  • 2009  Prinsessan á Bessastöðum
  • 2008  Garðurinn
  • 2007  Ballið á Bessastöðum
  • 2007  Höggstaður
  • 2007  Vinir Afríku
  • 2006  Land hinna týndu sokka
  • 2005  Myndin af pabba - Saga Thelmu
  • 2004  Bátur með segli og allt
  • 2004  Jóladýrin
  • 2002  Ég veit þú kemur: Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2002
  • 2002  Marta smarta
  • 2000  Bannað að blóta í brúðarkjól
  • 2000  Launkofi
  • 1998  Eitruð epli
  • 1996  Regnbogi í póstinum
  • 1994  Ísfrétt

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2024  Norsku Alfred Anderson-Ryssts bókmenntaverðlaunin
  • 2024  Viðurkenning Rithöfundasjóð sRíkisútvarpsins
  • 2023  Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókamennta fyrir Urtu
  • 2020  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
  • 2010  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Blóðhófni
  • 2010  Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Blóðhófni
  • 2010  Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrir Garðinn
  • 2010  Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur
  • 2008  Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Garðinn
  • 2005  Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndin af pabba. Saga Thelmu
  • 2005  Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Myndin af pabba. Saga Thelmu
  • 2004  Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir Bátur með segli og allt
  • 2003  Bókaverðlaun barnanna 2002 fyrir Mörtu smörtu
  • 1998  Þriðju verðlaun í smásagnakeppni Vikunnar
  • 1992  Fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Litrófs
  • 1987  Þriðju verðlaun í ljóðasamkeppni Þjóðviljans
  • 1986  Fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Ríkisútvarpsins

 

Tilnefningar

  • 2024  Til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu á Múmínálfunum og hafshljómsveitinni 
  • 2021  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Iðunni og afa pönk
  • 2019  Til Maístjörnunnar fyrir Sálumessu
  • 2012  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Blóðhófni
  • 2011  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Blóðhófni
  • 2007  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Höggstað

 

Þýðingar

(í vinnslu)

Þýðingar á bókum Gerðar Kristnýjar

  • 2023  Luistinretki (Tapio Koivukari þýddi á finnsku)
  • 2020  Cascos sangrientos (Rafael García Péres þýddi á spænsku)
  • 2020  Reykjavik requiem (Rory McTurk þýddi á ensku)
  • 2029  Surmavirsi (Tapio Koivukari þýddi á finnsku)
  • 2019  Sjælemesse (Erik Skyum-Nielsen þýddi á dönsku) 
  • 2019  Sjelemesse (Hanne Bramness þýddi á norsku)
  • 2018  Drápa: The slaying (Rory McTurk þýddi á ensku)
  • 2018  Hestvík (Tone Myklebost þýddi á norsku)
  • 2018  Skeiseferd og andre digt (Oscar Visdal þýddi á norsku)
  • 2018  Smartis (Erik Skyum-Nielsen þýddi á dönsku)
  • 2017  Hestvik (Erik Skyum-Nielsen þýddi á dönsku)
  • 2016  Drapa (Erik Skyum-Nielsen þýddi á dönsku)
  • 2016  Dråpa (Hanne Bramness þýddi á norsku)
  • 2014  Kirkegården (Erik Skyum-Nielsen þýddi á dönsku)
  • 2014  Blodhest (Knud Ødegård þýddi á norsku)
  • 2013  Verikavio (Tapio Koivukari þýddi á finnsku)
  • 2013  Die grüne Bluse meiner Schwester (Tina Flecken þýddi á þýsku)
  • 2013  Blodhov (John Swedenmark þýddi á sænsku)
  • 2012  Bloodhoof (Rory McTurk þýddi á ensku)
  • 2011  Kirkegården (Kristján Breiðfjörð þýddi á norsku)
  • 2011  Blodhingst (Eric Skyum-Nielsen þýddi á dönsku)
  • 2011  Die letzte Nacht des Jahres (Karl-Ludwig Wetsig þýddi á þýsku)
  • 2009  Vundebla loka (Baldur Ragnarsson þýddi á esperanto)
  • 2007  Bilden av pappa (Ylva Hellerud þýddi á sænsku)
 

Þýðingar Gerðar Kristnýjar

  • 2022  Tove Jansson: Ósýnilegur gestur í Múmíndal
  • 2021  Tove Jansson: Dreki í Múmíndal
  • 2020  Tove Jansson: Sögur úr Múmíndal
  • 2020  Tove Jansson: Jól í Múmíndal

 

 

Tengt efni