SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Gréta Jónsdóttir

Anna Gréta Jónsdóttir heitir fullu nafni Anna Margrét Jónsdóttir. Hún fæddist í Reykjavík 3. nóvember árið 1952.

Foreldrar hennar voru Þórunn Elfa Magnúsdóttir skáldkona og Jón Þórðarson. Anna Gréta er elst þriggja systkina en bræður hennar eru Einar Már sagnfræðingur og Magnús Þór (Megas) tónlistarmaður.

Anna Gréta bjó eitt ár í Sovétríkjunum en þaðan fór hún til Danmerkur þar sem hún bjó og nam í sex ár. Hún útskrifaðist sem aðstoðarmaður tannlæknis og starfaði lengst af við það. 4. október 1986 giftist Anna Gréta Guðmundi Jóhanni Hallvarðssyni (1947-2014). Þau eignuðust þrjú börn en Anna Gréta átti tvö fyrir.

Anna Gréta gaf út ljóðabókina Brot árið 1971 í 100 tölusettum eintökum og samdi auk þess lög við sum ljóðin. Í seinni tíð hefur Anna Gréta kennt Jóga í Hlutverkasetrinu ásamt því að fást nokkuð við klippimyndir.

 

Helstu heimildir:

Hlutverkasetur.is

Myndin er fengin af vefsíðunni lifdununa.is 


Ritaskrá

  • 1971 Brot