SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Anna Dóra Antonsdóttir

Anna Dóra Antonsdóttir fæddist þann 3. október 1952 á Dalvík, þar sem hún ólst upp.

Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972, útskrifaðist með kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands árið 1976 og hlaut sérkennarapróf frá Oslóarháskóla árið 1990. Anna Dóra lauk einnig MA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, en lokaverkefni hennar fjallaði um húsfrú Þórunni Jónsdóttur á Grund (1509-1593).

Anna Dóra var bóndi um tveggja áratuga skeið á Skagafirði og hefur unnið ýmis störf utan ritstarfa. Frá árinu 1976 hefur hún þó fyrst og fremst lagt stund á kennslu og kennsluráðgjöf, og hefur nú starfað sem framhaldsskólakennari og ráðgjafi á fræðsluskrifstofu frá árinu 1990.

Árið 1998 sendi Anna frá sér sögulegu skáldsöguna Voðaskot: saga af ólukkutilfelli. Þar segir frá óupplýstu sakamáli sem átti sér stað á Dalvík á nítjándu öld, en þar kemur forfaðir Önnu, Hans Baldvinsson, við sögu.

Anna Dóra hefur sent frá sér barnabækur, smásögur og skáldsögur, sem og bækur um sögulegt efni.

Anna Dóra er gift tveggja barna móðir og er búsett í Reykjavík.


Ritaskrá

  • 2020 Brennan á Flugumýri
  • 2019 Þar sem skömmin skellur. Skárastaðamál í dómabókum
  • 2013 Bardaginn á Örlygsstöðum
  • 2012 Hafgolufólk
  • 2006 Brúðkaupið í Hvalsey
  • 2003 Konan sem fór ekki á fætur
  • 2001 Huldur
  • 1998 Hefurðu farið á hestbak?
  • 1998 Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelli
  • 1985 Dagur í lífi Busa
  • 1985 Litli grái maðurinn
  • 1985 Lína
  • 1985 Sámur, Hámur og Glámur
  • 1985 Þjófarnir og svínslærið
  • 1985 Þrír Tommar og api sá fjórði

 

Tengt efni