SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir22. október 2023

Í ANDA GUÐRÚNAR FRÁ LUNDI

Nanna Rögnvaldardóttir er landskunn fyrir ritstörf sín og hefur sent frá sér fjölda bóka. Hún er aldeilis góð viðbót við skáldatalið okkar en þar öðlast hún sess í dag með fyrstu skáldsögunni sinni. 

Bók hennar, Valska, hefur fengið ágæta dóma. Í viðtali í Kiljunni sagðist Nanna m.a. lýsa hversdegi almúgafólks undir lok 18. aldar jafnt á Íslandi sem í Danmörku.

Valska glímir bæði við krefjandi ytri aðstæður og sjálfa sig því hún lendir í miklum vandræðum með ástarlífið. „Þetta hefur verið mjög blóðheit kona og hún þroskaðist bæði í sínu lífi og sínu ástarlífi,“ sagði Nanna. „Ég skrifa töluverðar tilfinningar inn.“  

„Einhvern tímann sagði ég að ég væri að skrifa í anda Guðrúnar frá Lundi en það er minna um kaffidrykkju og meira um kynlíf.“

Hér má sjá viðtalið við Nönnu í Kiljunni (smelltu á myndina):

 

 

 

 

Tengt efni