SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir28. ágúst 2023

KULDI Á HVÍTA TJALDIÐ

Spennusagan Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur  kom út árið 2012 og varð strax metsölubók, líkt og fleiri bækur Yrsu. Kuldi hefur nú ratað á hvíta tjaldið og verður hún frumsýnd 1. september. Þetta er önnur bók Yrsu sem er kvikmynduð en sú fyrri var Ég man þig sem kom út árið 2016 og fékk fínar viðtökur.

Í umfjöllun um mynd og bók greinir svo frá:

Bókin kom út 2012 og segir frá ungum manni sem fenginn er til að rannsaka upptökuheimili fyrir unglinga á áttunda áratugnum. „Svo kemur ýmislegt í ljós í fortíðinni sem tengist hans persónulega lífi,“ segir Yrsa.

Erlingur Óttar Thoroddsen leikstýrir myndinni og Yrsa segist ekki koma nálægt handritaskrifunum. Sumir höfundar vilji vera með í ráðum en það vilji hún ekki. „Ef bókin er barnið mitt þá er bíómyndin barnabarnið mitt og það er bara ekki viðeigandi að ömmur séu að skipta sér af getnaði barnabarns. Þannig ég bara læt fagfólkið um það.“

 

Hér má horfa á stiklu úr myndinni. 

 

Tengt efni